Kórstjórinn

 

Vilberg Viggósson hóf nám í píanóleik 8 ára gamall hjá Ragnari H. Ragnar í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hann lauk stúdentsprófi fráMenntaskólanumáÍsafirði1980 og tók burtfararpróf í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Halldóri Haraldssyni 1982.

Árið 1993 hélt Vilberg til Kölnar og var einn vetur í einkatímum hjá Prof. Pavel Gililov. Vilberg nam píanóleik hjá Willem Brons við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og útskrifaðist þaðan árið 1989.

Vilberg kenndi á píanó við Tónlistarskólann í Njarðvík árin 1989-1997, stjórnaði Karlakór Keflavíkur á árunum 1994-2004 og gerði tvo geisladiska með söng kórsins. Hann stofnaði Tónlistarskólann Do Re Mi haustið 1994 ásamt Ágotu Joó og Ingu Ástu Hafstein og hefur verið skólastjóri hans síðan.