Sæl/sæll!

Velkomin(n) á heimasíðu Mosfellskórsins, gaman að þú skulir sýna okkur áhuga. Ef þú ert að hugsa um að vera með okkur í vetur þá byrjuðum við þetta starfsár í september. Við erum með æfingaaðstöðu í Varmárskóla eldri deild, eða í gaggó eins og við innfæddu köllum hann oftast, gengið inn frá bílastæðinu 2. hæð (sjá já.is). Að venju verður lagavalið létt og skemmtilegt en við höfum alla tíð haft að leiðarljósi að vera með rokk/popp ívaf í lögum okkar og hljómsveit á tónleikum.

Í kórnum er fólk á öllum aldri. Við getum bætt við okkur söngfólki í allar raddir en við syngjum flest lög fjórrödduð.

 

 

Dagskrá komandi vetrar verður nokkuð hefðbundin, kórakvöld, jólasöngur, æfingabúðir, skemmtiferðir, vortónleikar ofl. Farin var söngferð til Manchester og Liverpool sumarið 2018. Vorið 2011 fórum við til Finnlands og Eistlands, vel heppnuð ferð.

Ef þú villt forvitnast meira um okkur þá endilega vertu í sambandi við Hlín formann kórsins í síma 895-7626 eða í tölvupósti mosfellskorinn1988@gmail.com.